VET & SME Tourism Crisis Curriculum

Markmið kennsluefnisins

Ferðaþjónustan er sérstaklega viðkvæm fyrir krísu, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki því þar skortir gjarnan fjármagn og/eða rekstrarlega þekkingu til að sigla fyrirtækjunum í gegnum erfiða tíma.

Fyrirtækjakrísa er nokkuð flókið viðfangsefni og snertir fjölbreytt hæfnisvið frumkvöðla. Það er eitt erfiðasta stjórnunarverkefni allra að sigrast á fyrirtækjakrísu. Því miður eru engar töfralausnir til en í þessum námspakka, sem byggður er á margra ára hagnýtri reynslu í krísuráðgjöf, er lögð áhersla á að gera eigendum/stjórnendum lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja kleift að

● uppgötva og búa sig undir hugsanlega fyrirtækjakrísu
● tileinka sér sérstakar aðferðir til að takast á við fyrirtækjakrísu
● byggja upp seiglu.

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Námskeiðið okkar er ætlað eigendum og stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu og búa nú þegar yfir þekkingu á stjórnun fyrirtækis.

“Námsskeiðseiningarnar eru öllum til frjálsra afnota og geta verið aðlagaðar að þörfum hvers og eins. Heimilt er að dreifa þessu efni, nýta á námskeiðum í viðskiptalegum tilgangi svo framarlega sem vísað er í verkefnið Navigating Tourism Crisis Recovery (þ.e. með því að nota hönnunina, lógóið og vefsíðuna eins og hún er) sem fjármagnað var í gegnum Erasmus+ áætlun Framkvæmdastjórnar evrópusambandsins.”

Einingarnar í SME þjálfunarpakkanum okkar

Námskeiðshluti ` Inngangur

Námskeiðshluti 1 Inngangur

Námskeiðshluti 2 Varúðarráðstafanir og aðgerðir til að koma í veg fyrir krísu

Námskeiðshluti 2 Varúðarráðstafanir og aðgerðir til að koma í veg fyrir krísu

Námskeiðshluti 3: Að takast á við krísu (Viðbragðsstjórnun)

Námskeiðshluti 3: Að takast á við krísu (Viðbragðsstjórnun)

Námskeiðshluti 4 Lausafjárkrísa & lausafjárstýring

Námskeiðshluti 4 Lausafjárkrísa & lausafjárstýring

Námskeiðshluti 5 Stafshæfni

Námskeiðshluti 5 Stafshæfni

Námskeiðshluti 6 Aðlögunarforysta

Námskeiðshluti 6 Aðlögunarforysta

Námskeiðshuti 7 Seigla í krísu

Námskeiðshuti 7 Seigla í krísu

Hvað kemur til greina?

Vegna þess hve viðfangsefnið er flókið mun það taka nokkurn tíma og einbeitingu að klára námskeiðið. Engu að síður mælum við eindregið með því að eyða tíma í að öðlast þá þekkingu sem þarf til að draga úr viðskiptakreppu. Eftir allt saman, það er fjárfesting í að lifa af fyrirtæki þitt.