T-Crisis-NAV verkefnið hófst á gagnaöflun og greiningu á þeirri áhættu sem fylgir því að reka fyrirtæki í ferðaþjónustu og mögulegum áhrifum krísu á lítil og meðalstór evrópsk ferðaþjónustufyrirtæki og starfssvæði þeirra.  Markmiðið með þessari greiningu var að varpa ljósi á það hvernig lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki, ferðamálafélög og stoðkerfi ferðaþjónustunnar gætu sem best undirbúið sig, brugðist við  og eflt seiglu sína.

Aðferðafræði og gagnaöflun rannsóknarinnar  var þríþætt:  greining á fyrirliggjandi gögnum, fræðileg rýni og viðtöl við fulltrúa lítilla/meðalstórra ferðaþjónustu fyrirtækja sem og við sérfræðinga í krísustjórnun.  

Greining á fyrirliggjandi gögnum


Samstarfsaðilar verkefnisins gerðu hver fyrir sig greiningu á fyrirliggjandi gögnum í sínu landi.   Áhersla var lögð á eftirfarandi gögn:

  • Skýrslur og önnur gögn um áhrif eða möguleg áhrif krísa (með sérstakri áherslu á COVID-19 faraldurinn) á evrópsk fyrirtæki í ferðaþjónustu.
  • Tilviksrannsóknir og dæmi um góða starfshætti sem tengjast því hvernig ferðaþjónustufyrirtæki sigla á áhrifaríkan hátt í gegnum kreppu.
  • Skýrslur/blogg ofl þess háttar sem snúa að ákveðnum atriðum sem lítil ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að takast á við á krísutímum.
  • Greining á krísustjórnun eða leiðtogahæfileikum sem þarf til að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum út úr kreppu.

Greiningin var síðan útvíkkuð og farið var enn frekar í að skoða gögn alls staðar að úr heiminum til að ná yfir skjöl, skýrslur og góða starfshætti.

Viðtöl


Hver samstarfsaðili tók að lágmarki fimm viðtöl við fulltrúa lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu, sérfræðinga í krísustjórnun, eða aðra viðeigandi hagsmunaaðila. Viðtölin voru afrituð og þýdd á ensku. Niðurstöður allra viðtalanna voru síðan sameinaðar og greindar til að draga fram  lykilþemu hverrar viðtalsspurningar. Að auk voru dregnar út valdar tilvitnanir til þess að gefa  umræðunni aukna dýpt  og varpa ljósi á  raddir þátttakenda. Öll svör voru nafnlaus.

Lokaskýrsla þessarar rannsóknar inniheldur sex þætti:

  • Inngangur og aðferðir
  • Greining á fyrirliggjandi gögnum: Samantekt úr skýrslum
  • Greining á fyrirliggjandi gögnum: Dæmi um góða starfshætti
  • Fræðileg samantekt
  • Greining á viðtölum
  • Hæfnirammi og ályktanir

Hér er hægt að hlaða niður allri skýrslunni í heild sinni eða einstökum köflum

Athugið skýrslan er á ensku.