Námsefni fyrir háskólastig

Svæðisbundin krísustjórnun í ferðaþjónustu

Námsefnið miðar að því að gera nemendum kleift að tileinka sér kerfisbundna nálgun við svæðisbundna krísustjórnun í ferðaþjónustu.

“Þeir háskólakennarar sem hafa áhuga á að nýta þetta námsefni til kennslu geta aðlagað það að þörfum nemenda með því að stytta, breyta, bæta eða sameina glærupakka. Námsefnið er öllum til frjálsra afnota og getur verið aðlagað að þörfum hvers og eins. Heimilt er að dreifa þessu efni, nýta á námskeiðum í viðskiptalegum tilgangi svo framarlega sem vísað er í verkefnið Navigating Tourism Crisis Recovery (þ.e. með því að nota hönnunina, lógóið og vefsíðuna eins og hún er) sem fjármagnað var í gegnum Erasmus+ áætlun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.”

COVID-19 heimsfaraldurinn var hvatinn að þróun þessa námsefnis. Heimsfaraldurinn hafði í för með sér umtalsverðan félagslegan, efnahagslegan og umhverfislegan kostnað fyrir ferðaþjónustuna á heimsvísu. Af öllum atvinnugreinum varð ferðaþjónustan einna verst úti. Þegar heimsfaraldurinn breiddist út lokuðu mörg lönd og borgir landamærum sínum.

Árið 2020 fækkaði þannig komum erlendra ferðamanna í heiminum um 93% miðað við árið 2019 (Tourism International, 2021). Heimsfaraldurinn hafði í för með sér miklar breytingar á kröfum neytenda og hegðun þeirra sem var mikil áskorun fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og rekstraraðila ferðaþjónustufyrirtækja (Sigala, 2020).

Námsefnið var hannað til að auka skilning á því hvernig áfangastaðir geta dregið úr áhrifum af krísu eða jafnvel komið í veg fyrir hana, hvernig tekist er á við þær krísur sem koma upp og hvernig svæði geta byggt sig upp aftur á eftir krísu. Námsefnið samanstendur af 9 námseiningum um svæðisbundna krísustjórnun í ferðaþjónustu.

Svæðisbundin krísustjórnun í ferðaþjónustu

Eining 1: Kynning á svæðisbundinni krísustjórnun í ferðaþjónustu & flækjustig

Eining 1: Kynning á svæðisbundinni krísustjórnun í ferðaþjónustu & flækjustig

Eining 2: Myndun svæðisbundins samstarfs & myndun krísustjórnunarteymis

Eining 2: Myndun svæðisbundins samstarfs & myndun krísustjórnunarteymis

Eining 3: Svæðisbundið hættumat, SVÓT greining og áfangastaðarýni

Eining 3: Svæðisbundið hættumat, SVÓT greining og áfangastaðarýni

Eining 4: Gerð svæðisbundinnar stefnu fyrir krísustjórnun

Eining 4: Gerð svæðisbundinnar stefnu fyrir krísustjórnun

Eining 5: Gerð svæðisbundinnar aðgerðaáætlunar um krísustjórnun

Eining 5: Gerð svæðisbundinnar aðgerðaáætlunar um krísustjórnun

Eining 6: Að hefja aðgerðir & samskipti við atvinnugreinina

Eining 6: Að hefja aðgerðir & samskipti við atvinnugreinina

Eining 7: Samskiptastefna & samskipti við almannatengla & fjölmiðla

Eining 7: Samskiptastefna & samskipti við almannatengla & fjölmiðla

Eining 8: Stefnumörkun í svæðisbundnum viðbrögðum & markaðssetning fyrir endurheimt

Eining 8: Stefnumörkun í svæðisbundnum viðbrögðum & markaðssetning fyrir endurheimt

Eining 9: Svæðisbundin endurheimt, enduruppbygging og uppbygging seiglu; í átt að „nýju normi“ eftir krísu

Eining 9: Svæðisbundin endurheimt, enduruppbygging og uppbygging seiglu; í átt að „nýju normi“ eftir krísu

Um námskeiðið

Nemendur læra um hvernig undirbúa má áfangastaði fyrir krísu, hvernig fyrirbyggja má krísu, lágmarka áhrif hennar, viðbrögð við krísu og hvernig hægt er endurreisa áfangastað eftir krísu. Í námsefninu er farið í gegnum mismunandi aðferðir og nálganir á krísustjórnun. Námsefnið er stutt af fjölbreyttu viðbótarefni til að efla skilning þeirra sem fara í gegnum efnið.